Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, maí 18, 2006

Ég er búin að gera eins lítið og ég hef komist upp með í dag. Ætlaði að fara að vera eitthvað fáránlega dugleg og þvo 3 vélar og þrífa klósettið og þurrka ryk etc. en uppgötvaði svo að ég er bara ögn lasin, en bara lítið. Mér er sem sagt kalt og með hálsbólgu, svo ég er bara búin að liggja undir feldi, hlusta á nýja tónlist og lesa alls konar á netinu. Mér hefur ekkert leiðst. Svo borðaði ég hollt salat úr salatbar Nóatúns og drakk trópí með, og fékk mér jasminte áðan svo slæmskan ætti bráðum að fara að víkja. Finnst samt alveg rosalega mikið eins og ég geti bara ekki verið heima úr vinnunni í allan dag. Það er sko ekki þáttur í kvöld, náttúrulega júróvisjón, og ég er búin að vera svo dugleg að vinna alls kyns að það liggur ekkert á svo sem, en þetta er bara svona ónotatilfinning einhver. Finnst ég eigi að fara uppeftir og vera bara stutt, en allavega fara. Get haldið áfram að vinna Næturvörðinn um Eyjar. Eru þetta merki um vinnualkisma eða hvað? Ég veit að ég er ekki ómissandi, og að það gerist ekkert ef ég tek því rólega heima í einn dag en samt...
É'r klikk.
Áfram Silvía!

Engin ummæli: