Ég geri eiginlega allt sem ég á að gera á hverjum degi: Dugleg að skrifa á morgnana, dugleg að mæta í sund og synti t.d. 30 ferðir áðan. Ég drekk mikið vatn, forðast sætindi nema á laugardögum, og er meira að segja að gera magaæfingar stundum. Ég bara gleymi alltaf að spila á gítarinn, en það var ég búin að ákveða að gera á hverjum degi. Frá og með morgundeginum tek ég gítarspilunarátak! Já, núna ætla ég að spila ævintýralög. Sæl að sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli