Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, maí 04, 2006
Óliver fékk sitt annað tækifæri til að vera gítarrótari þegar Elvar spilaði í Iðu-bókabúðinni í lækjargötu, síðasta þriðjudagskvöld. Hann tók hlutverkið alvarlega, stóð einbeittur með krosslagðar hendur og passaði gítarinn meðan pabbi fór að ná í magnarann. Svo þagði hann alveg allan tímann sem ljóðskáldin voru að lesa upp ljóðin sín og stóð sig mjög vel, þótt hann viðurkenndi seinna um kvöldið að honum hefði nú leiðst pínulítið. Hann er alveg frábær listunnandi og kemur sífellt á óvart hversu heimsvanur hann er, ekki eldri en fjögurra ára. Í gær var allt að gerast frá morgni til kvölds og ekki einu sinn hægt að íhuga að ná eins og einu bloggi, en svoleiðis eru bara sumir dagar. Aðdáendur útvarpsþáttarins Næturvörðurinn fá nú heldur betur eitthvað að gleðjast yfir í sumar. Heiða næturvörður verður nefnilega með þátt milli hálf-8 og hálf-9 mán.-fim. út maí-mánuð, og svo þriðudags- og fimmtudagskvöld frá hálf-8 til 10 í júní, júlí og ágúst. Næturvörðurinn verður samt áfram á sínum stað og næsta þema eru sögur, ævintýri, adventure(s), fairytale(s), fable(s), tale(s), story/ies, l'aventures, o.s.frv. Hugmyndir óskast...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli