Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, maí 09, 2006
Hey, ég hef líklega hitt á óskastundina í gær. Ég sit úti á Segafredo-kaffihúsinu á Lækjartorgi, og drekk Latte Macciato og talaði um listir og kosti og galla þess að brjóta reglur, og ferðalög og alls konar við vin minn, hann Wolf. Frábær morgunn, og nú þarf ég á bókasafnið, í Þjóðarbókhlöðuna og í Smekkleysu. Verð að redda Coco Rosie til að spila í útvarpinu og svo á ég plötur með Paul Lydon sem hitar upp fyrir þær. Joönnu Newson-plötuna á ég líka, og tvær plötur með Smog sem spilar líka á þeim tónleikum. Ú-lalalala. Þetta verður sko skemmtilegur maí-mánuður. Svo bara þarf ég að fara að pakka pínu niður bráðum, því 1. júní flytjum við.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli