Vantar að hætta að vera með beinverki, það er svo gaman í vinnunni að ég get ekki verið heima veik. Er samt með beinverki og smá hausverk, búin að taka verkjalyf. Næst á dagskrá er að drekka te og horfa á C.S.I. Óliver er fyndinn. Ég held hann sé að þróa með sér kaldhæðnishúmor. Hann sagði að pabbi sinn væri með snyrtilegar tær áðan, og þegar ég lagði smáspöl frá Austurbæ og við þurftum að ganga aðeins til að komast í leikhúsið sagði hann: ,,Sumir keyra í leikhús".
Næsta þema Næturvarðarins eru eyja/island-eyjur/islands.Má vera um Vestmannaeyjar, en líka um hvaða aðrar eyjar sem fólki dettur í hug.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli