stundum finnst mér eins og bestu hugmyndirnar komi til mín þegar það er engin leið að muna þær aftur. ég fæ góða hugmynd að texta, lagi, stuttmynd, bók, heimspekikenningu, málverki eða öðru og svo þegar ég er búin að elda, vaska upp, ganga frá, taka til, koma óliver í rúmið og búa til næði er það eina sem heilabúið hefur upp á að bjóða að grátbæna mig um að horfa á spennuþátt eða bíómynd. ég er til í sköpun, en ,,computer says no"...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli