Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, júní 14, 2006
og nú er ég lasin heima. varð náttúrulega smá kalt á sunnudag í rigningunni á sjómannahátíðinni með óliver. en við erum kaldir kallar, ég og óliver, og létum rigninguna ekkert hafa áhrif á okkur. fyrr en að ég fór í sund í breiðholtslaug (nýja uppáhaldslaugin mín) í gærkvöldi og svo bara fór ég að verða soldið slöpp og heit, og núna í morgun gat ég ekki vaknað og þegar ég loks vaknaði (klukkan 4), hafði ég sofið í tæpa 16 klukkutíma! já, ég er með hita, og beinverki. á morgun verð ég orðin frísk, og get mætt í vinnuna. verð bara, það er bein útsending í fótbolta. jájá. en í dag ligg ég fyrir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli