Kominn júlí. Fann ekki fyrir júní. Hefði getað verið október. Verðum að vona að það skíni aðeins á kinnarnar og búi til nokkrar freknur í júlí. En það gerist náttúrulega ekki nema ég leyfi kinnunum að vera úti undir beru lofti. Stefni að því, á laugardaginn. Verð í Reykjavíkurborg um morgunn á fundi, svo í giftingu klukkan 18:00, og þaðan beint í útvarpið, en ég er ekki frá því að milli 12 og 18 sé ekkert spes að gerast. Hver vill koma að þvælast, hanga og gera ekkert í nokkra klukkutíma, helst í sól og þá úti?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli