Leita í þessu bloggi

föstudagur, október 27, 2006

Akkúrat núna elska ég:
Mjúku kinnina hans Ólivers,
Svefnhljóðin í feðgunum,
góðu samviskuna mína, sem er vegna þess að ég var dugleg að vinna,
myrkrið úti sem býr til rökkur inni,
myspace ,,vini" frá öllum heiminum, með tónlist sem ég myndi aldrei heyra annars,
að keyra og hlusta á góða tónlist,
að ég er róleg inní mér,
hvað mér finnst gaman að synda,
mötuneytið mitt,
hvað ég á góða að,
hvað ég þekki gott fólk,
tæknimenn, og allt tal um tækni og græjur,
myndavélina mína,
faðmlög,
knús,
rúmið mitt og sængina og koddann.
Góða nótt!

Engin ummæli: