Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Jú, í dag er rólegheitadagur. Sé fram á lestur og teppi, stöku tebolla og almennt tjill. Á morgun, hinn, hinn og hinn er vinna. Gott að taka út laugardag á þriðjudegi. Þetta er að reynast mér mjög vel. Ef til vill eru tveir dagarí röð í fríi úr vinnu bara misskilningur, og helgin sem slík ofmetin. Í menntó í Frakklandi (Lycée) er til dæmis alltaf frí eftir hádegi á miðvikudögum, en skóli fyrir hádegi á laugardögum í staðinn. Allir sáttir við það, hægt að gera eitthvað skemmtilegt hálfan virkan dag þegar allt er opið. Er ekki bara mikilvægara að taka sér reglulegar pásur frá vinnu, til að koma tvíefldur að verki? Best væri náttúrulega að vera alltaf annan hvern dag í fríi, og annan hvern í vinnu, burtséð frá því hvaða vikudagur er. Það væri mjög gott system. Þá ynni maður frá morgni til kvölds annan daginn, alveg kannski 12 tíma, og svo væri maður bara að slaka á og fara í sund og leika við barnið sitt og lesa og drekka te hinn daginn. Myndi þjóðfélagið fúnkera í þessu kerfi? Á að leggja niður helgarnar sem slíkar og taka þetta upp. Ég myndi allavega fíla'ða, enda er ég vön að vinna á laugardagskvöldum, og hef gert í mörg ár. Hey, held að fréttablaðið hafi verið að koma. Sweet!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli