Leita í þessu bloggi
sunnudagur, nóvember 26, 2006
sunnudagurinn minn fer vel af stað: Gat sofið til hádegis. Fékk Óliver og Helga (nágrannavin Ólivers) til að koma út að leika, og við þvældums um nálæga róluvelli. Dekkjarólur og vegasölt og frosið vatn og gras og rauðar kinnar og nef. Allir fóru svo heim og gæddu sér á skúffuköku sem Óliver hafði bakað með Ingu ömmu. Síðan stungu piltarnir af í smá leik, og færðu sig svo yfir í Helgahús þar sem þeir eru í öðrum leik. Ég hins vegar, sit og hlusta á Greinilegan púls, tónleika með Megasi. Kertaljós og te, ullarsokkar og teppi. Ég er svo sátt við þennan skítakulda sem gerir það að verkum að ég nýt inniveru miklu betur. Þetta hefur bara verið langur misskilningur sem ég hef þjáðst af í 35 ár, að mér líki best við sól og hita. Ef það er sól og hiti þarf ég að vera úti að gera eitthvað. Ef það er ííííííískalt og frost, þá gerir enginn ráð fyrir því að maður geri nokkurn skapaðan hlut ;-) Hrikalega næs stemming hér með Megasi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli