Leita í þessu bloggi
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
úúú, mig dreymdi My Bloody Valentine í nótt, var bara að muna það. Voru að spila á tónleikum uppi á ellefunni, og auðvitað var enginn að horfa því það þekkti enginn þetta band. Ég og Bíbí vorum saman að horfa og stóðum í miðjunni á gólfinu en þetta var samt soldið stærra en ellefan er. Hljómsveitarmeðlimir voru búnir að koma sér fyrir útí öllum hornunum og svo átti maður að njóta besta hljómsins í miðjunni. Eftir mjög stutt gigg, um 20 mínútur, sem var ofsalega lágt líka, hætti MBV að spila og ég fór til Kevin Shields og bauð honum í partý, hann spurði hvort ég ætti kaffi, og ég sagði jáaðsjáfsögðu. Og hann ætlaði að koma. Ég er farin að hella uppá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli