Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, desember 06, 2006

Já, í dag var smá frídagur. Gerði allt sem er gaman að gera: Svaf, borðaði, fór í sund, las, fór í bíltúr, vann konfekt í skafmiðahappdrætti, og er að fara að halda pulsuogfranskar-partý. Þetta er frídagur í lagi. Á morgun: Þaul- og þéttskipuð dagskrá frá ca. 8 um morgun. Skrif, fundahald, og útvarpsþáttaupptaka. EN dagurinn í dag er alveg í marga klukkutíma í viðbót. Í kvöld horfi ég á bestu sjónvarpsþættina, E.R. og Little Britain. Vei.

Engin ummæli: