Leita í þessu bloggi
föstudagur, janúar 26, 2007
Afmælisdagurinn var bestur, bara. Var vakin með morgunmat í rúmið sem Óliver og Elvar höfðu gert, Óliver fékk að hræra í hafragrautnum og það gekk voða vel hjá honum. Svo fékk ég pakka í rúmið frá Óliver: glös, kisusokka og krossgátublað. Labbaði í Öskjuhlíð með Elvari eftir hádegið og faðmaði þar meðal annars tvö tré. Fengum okkur ís í Perlunni, ég fékk Tiramisu-ís. Svo fórum við aðeins í hljóðver, sem er náttúrulega alltaf svakalega gaman. Svo keyptum við borðplötu á skrifborðið okkar (takk pabbi og mamma!) og fórum svo í kaffi og samlokur, öll fjölskyldan, til Thelmu. Svo keypti ég inn, fór svo í mátun á búningi, svo á V.G.-fund, svo á Pub-quiz, og svo kom ég heim og vaskaði upp, hengdi upp úr vél, og bjó til hið stórkostlega Tabulé, sem er nokkurs konar kúskús-salat, hrillilega gott. Sofnaði seint og síðar meir, því ég var með svo mikla orku eftir þennan frábæra dag.
Efnisorð:
Afmælisdagurinn,
borðplötu,
kaffi og samlokur,
krossgátublað,
Pub-quiz,
Tabulé,
Tiramisu-ís
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli