ég þarf held ég bara sterkt kaffi til að koma mér í gang, en annars er ég að sofna, og tiltölulega nývöknuð. gæti verið orkan í honum óliver sem virkar svona svæfandi á mig, en hann er heima úr leikskólanum, alveg stútfullur af kvefi. lætur það þó ekki aftra sér í að vera í ninjaleikjum í sófasettinu og hoppa til og frá milli hósta og kvefuppsogs. já, orkubolti, og ég er sófasnúður með þung augnalok. bráðum vakna ég...með vorinu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli