Jæja, þetta fór nú svona. Er ekkert rosalega tapsár, þar sem Eiríkur Hauksson er snillingur og eðaltöffari. Það má segja að Eiki sé einn allrabesti rokksöngvari sem við höfum átt hér á Íslandi. Það er rosalega gott að Íslendingar hafi kosið alvöru-lag með alvöru flytjanda, en keppnin hefur soldið snúist út í keppni um besta sjóvið. Það er semsagt gott lag, en ekki bara gott sjó sem vann. Áfram Eiki Hauks sem er alvöru töffari!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli