Leita í þessu bloggi

mánudagur, febrúar 19, 2007

Þetta eru alveg doldið margar spurningar, en skemmtilegar eru þær. Fékk þær hjá Láru.
1. Það er dinglað hjá þér tvö að nóttu. Hver myndir þú vilja að það væri? David Bowie, sem vantar sófa til að gista á og rafhljómsveit til að gera með sér plötu.

2. Yfirmaður þinn segir að hann muni veita þér launahækkun ef ..? ...ég held áfram að vera svona skemmtileg?

3. Þú í hnotskurn? Hneta.

4. Hefur þú séð draug? Ég veit það ekki.

5. Ánægður með líkama þinn? Mjög.

6. Ég myndi flytja til Akureyrar ef...: ...allir í fjölskyldunni fengju áhugaverðar og skapandi vinnur og góða skóla, og draumahúsnæði á góðum kjörum.

7. Staður sem þú hefur búið á og saknar: Berlín, London, Marseille, Reykjavík,

8. Vinna sem þú myndir aldrei starfa við, sama hvað þú fengir borgað: Vændiskona, klámmyndaleikkona, súludansari, verðbréfasali, eitthvað starf fyrir sjálfstæðisflokkinn...

9. Hljómsveit sem þér fannst "cool" þegar þú varst 13: David Bowie, U2, Smiths, Prince & the Revolution, Foreigner, Beatles, Queen,

10. Þú vaknar upp eftir slæma martröð, í hvern myndir þú hringja? Mömmu.

11. Langar þér að eignast börn fyrir þrítugt? Mig langaði ekki að eignast barn fyrir þrítugt, svo eignaðist ég eitt sama ár og ég varð þrítug. Það var fínn tími, bara.

12. Sterkasta minningin þín úr framhaldsskólanum: Allt tengt leikfélaginu, og það tónlistarbrölt sem hljómsveitin Útúrdúr fékkst við. T.d. leðjumyndbandið fyrir Annir og Appelsínur, það var skemmtilegt að gera það.

13. Einhvern tímann verið ástfangin af maka vinar? Nei.

14. Mesta prakkastrik sem þú hefur gert í vinnunni? Æ, kann ekki að gera nógu töff prakkarastrik.

15. Hvorum foreldra þínum líkist þú meira, móðir eða föður? Hmm, er ég nokkuð lík neinum í heiminum? Sumir segja þó að ég sé með augnsvipinn úr föðurættinni minni. En inní mér er ég alveg "unique"

16. Eitthvað sem þú hefur alltaf viljað læra að gera: Fljúga, er enn að bíða eftir því að það vaxi á mig vængir.

17. Ennþá vinur fyrrverandi maka? Jájá, auðvitað.

18. Hvar myndir þú vilja vera eftir 10 ár: Alveg sama, bara enn að gera tónlist og með góðu sætu fjölskylduna mína í kring um mig.

19. Eitthvað sem þú lærðir um sjálfan þig á þessu ári(2006): Lærði að ég get áreiðanlega fleira en ég hélt ég gæti.

20. Hvað langar þig í í afmælisgjöf? Niðurgreiðslu skulda.

21. Nefndu þrjá hluti sem þú gerðir í dag? Tók til smá, slæptist, talaði í símann, pússaði spegilinn á baðinu, hlustaði á Ladda með Óliver, fann til mikið af þýskri tónlist, las póst, slúður og bloggaði á netinu.

22. Það síðasta sem þú verslaðir fyrir þig? klippingu.

23. Er eitthvað hangandi undir baksýnisspegilnum í bílnum? Tveir lafandi stórir eyrnalokkar sem við Elvar höfum fundið á víðavangi, glitrandi og fínir.

24. Hvað fékkstu þér í morgunmat? Kaffi, sirjós, banana.

25. Hver í kringum þig er með flestu húðflúrinn: Vó, Thelma er með 2, ætli það séu ekki flest. Nei heyrðu, ég þekki Sigga Pönk, hann er með alveg böns.

26. Hvað sefur þú að jafnaði í marga klukkutíma á sólahring? 8-9, ef ég sef minna er ég þreytt og viðkvæm.

27. Hefur þú einhvern tímann verið bundinn? Tja, er maður ekki alltaf bundinn einhverju eða einhverjum? Heitbundin Elvari, til dæmis.

28. Hvað hefðir þú frekar vilja vera gera þessa stundina? Ég er nú á leiðini út að labba, og svo ætla ég að ná í Óliver.

29. Hvaða nafn kemur fyrir fremst í símaskránni þinni? Addi Sólstafir.

30. Hvenær varstu síðast vitni af slagsmálum? Á síðasta ári, vóvóvó, það var rosalegt :-)

31. Hvaða áfenga drykk drakkstu þú síðast? Bjór, í boði Partyzone.

32. Finnst þér gott að láta toga í háríð þitt? Já, ágætt, er allavega ekkert hársár.

33. Nefndu þrjá staði sem þú myndir vilja ferðast til: Berlin, New York, Tokyo.

34. Ertu góð/ur á skautum? Neeei, ekkert spes.

35. Hvað finnst þér um BRAD PITT? Allir sætir leikarar eru ekkert sætir að mínu mati, Brad Pitt er einn af þeim, og ég man ekki einu sinni eftir neinni mynd sem hann leikur í í augnablikinu. Er meira fyrir skrýtna leikara og eftirminnilega, eins og Steve Buschemi, sem er minn uppáhalds.

36. Hvaða litur er á táneglunum þínum? Stundum rauður eða svona silfurglimmer, en í dag náttúrulegur, ljósrauðbrúnn.

37. Við hvern talaðir þú síðast við í síma? Gunna.

38. Átt þú eitthvað með hauskúpu á? Nei, því miður.

39. Hefur þú ferðast mikið innanlands? Allt of lítið, á það eftir.

40. Síðasta mynd sem þú sást? Billie Elliot, sá hana á vídeó alveg nýlega, og skældi smá.

41. Hvar varst þú þegar þú fékkst fyrsta kossinn? Einhversstaðar eitthvað að gelgjast.

42. Síðasta spil sem þú spilaðir? Uno við Óliver.

43. Hefur þú fengið glóðarauga? Mig minnir það.

44. Á hvaða videoleigu ferð þú helst á? Kompu-vídeóleiguna sem ég starfræki sjálf.

45. Hefur þú gengið í sokkabuxum? Já, er í svörtum, þykkum, ullar núna í dag.

46. Þekkir þú einhvern sem er í fangelsi? Nei.

Engin ummæli: