Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Takk fyrir þátttökuna í Blóð-lögum. Blóð-þema Næturvarðarins, hugmyndin frá Bubba Morthens, frestast því miður um viku, til 24.02, og því hafa allir meiri tíma til að láta sér detta í hug lög. Ágúst Bogason verður Næturvörður næstkomandi laugardagskvöld, júróvisjónkvöldið, en það er auðvitað betra að hafa einhvern við stjórnvölinn þetta kvöld, sem getur tekið við óskalögum. Það er nefnilega næsta víst og mjög eðlilegt að hlustendur vilji heyra uppáhalds-júrólögin sín, erlend sem innlend, á þessu lokakvöldi undankeppninnar. Þetta er hið besta mál og því tek ég við blóð/blood/bleed- hugmyndum alveg fram yfir næstu helgi. Annars allt gott. Ég dansa bara um og hef gaman af lífinu. Hlakka til laugardagsins.

Engin ummæli: