Leita í þessu bloggi

laugardagur, mars 17, 2007

Það er ýmislegt búið að gerast í dag. Fór m.a. sem gestur í fyrsta skipti í 4 ár upp í RÚV. Var bara að fylgja Abbababb-genginu í poppland, enda er ég grúppían þeirra. Svo fór ég bæði á kaffihús og matsölustað, en að lokum var svo skellt sér á frumsýninguna á Draumalandinu í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Í lok kvölds, áður en haldið var heim á leið, var áð á Ásvallagötu, hestaskál drukkin og ýmis málefni krufin til mergjar, meðan fjórir glaðir félagar horfðu saman á teiknimyndir og borðuðu perur.
Það allra, allra, allra skemmtilegasta í dag var þó nímælalaust að róla með Óliver. Við róluðum á okkar uppáhalds róló í Reykjavík, og gleymdum okkur bæði í áreiðanlega tuttugu mínútur, að spjalla um daginn og veginn og róla. Það er það allra besta í heimi, að róla og spjalla við einhvern sem er jafn-skemmtilegur og gáfaður og hann Óliver er. Rosalega er ég glöð að þekkja hann! Nýtt markmið: Að róla annan hvern dag. Það er mannbætandi.

Engin ummæli: