Leita í þessu bloggi

föstudagur, apríl 13, 2007

Já, það er nú bara ekkert svo ofsalega leiðinlegt að vera til í dag, óhappadaginn föstudaginn 13, þótt það sé súld og grátt úti. Gleðin er nefnilega ríkjandi í sál og í sinni. Ef þið viljið gleði skuluð þið lesa þessa fréttatilkynningu og bregðast við henni:

Fréttatilkynning:
Happasúpa í kvöld, föstudaginn 13.04 kl. 19.00.
Í kosningamiðstöðinni Grófinni 7 í Reykjanesbæ ætlar Heiða að elda og framreiða Happasúpu, með miklu grænmeti og kryddi en einnig dágóðum skammti af lukku, og smá-slettu af gleði. Fólk má koma fram eftir kvöldi, því nóg verður til og súpuskálin kostar 500 krónur. Kaffi og spjall fylgir með í kaupbæti.

Engin ummæli: