Leita í þessu bloggi

laugardagur, maí 26, 2007

Fórum í smá David Bowie-partý í gær. Þar flutti dúettinn Félagsskítur lagið She's a muscular boy. Skemmtilegt að það er einmitt misheyrn á laginu She´s a must to avoid með hljómsveitinni Herman's Hermit. Veit ekki hver misheyrði svo skemmtilega en pabbi sagði mér frá þessu fyrr um kvöldið, þar sem við sátum og snæddum rauð og græn karrý. Ég afrekaði að borða hálft rautt chilli,kornin og allt, og munnurinn logaði meira en ég hafði áttað mig á að hann gæti gert. Í stað þess að þamba ógrynnin öll af vatni benti þjónninn okkur á að strá salti á tungu og varir og bíða aðeins. Undur og stórmerki, það virkar að strá salti í sárin, þau bara hættu að vera til! Þá var nú gaman. Og nú er líka gaman. Í stuði. Hver myndi ekki vera í stuði sem borðaði bæði grænt karrí og fór í David Bowie-partý í gær?

Engin ummæli: