Hvernig væri að byrja daginn á að blogga? Í dag ætla ég að: bera virðingu, vera umburðalynd, sanngjörn, þolinmóð og glöð. Ég ætla að hlusta meira en tala, heyra meira en segja. Ég mun ekki dæma því þá verð ég ekki dæmd. Svona er það nú einfalt.
Nú er það sirjós, te (m.mjólk og hunangi), banani, ferð í Grindavík, kannski jóga síðdegis. Fundur um íbúakosningar í kvöld klukkan átta í Garðinum. Á einhverjum tímapunkti lýkur verkefnunum og þá ætla ég að sofa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli