Leita í þessu bloggi

mánudagur, maí 14, 2007

Líf
Ég er á lífi. Finn allavega fyrir einhverjum smákrafti í líkama. Borðaði Berlínarbollu í morgunmat kl.12 og pissu í kvöldmat kl. 22. Þess á milli svaf ég. Nú er ég að horfa á Greg House, næstum búin með alla online-þætti. Óliver sofandi, en við náðum að liggja og tjilla og horfa á nokkra X-men-þætti áðan. Elvar sofandi, hrýtur lágt og sefandi. Ég soldið vakandi, en það er notarlegt. Á morgun fer ég aðeins í bæinn og svo bara þarf ég að taka húsið í gegn og ganga frá 3 vikum af kosningaferðalögum. Það verður stuð, bara hlusta á eitthvað þungarokk, hátt, og dansa milli herbergja um leið og ég beiti töfrum til að hlutir svífi hver á sinn stað. Svona pönkaða útgáfan af Mary Poppins geri ég ráð fyrir. Gleði.

Engin ummæli: