Leita í þessu bloggi

laugardagur, júlí 14, 2007

Mér finnst eitthvað svo mikil tilvist í lífi mínu þessa dagana, kannski er það bara af því að ég er hætt að horfa á sjónvarpið út af auglýsingum. Ef til vill horfir maður á heiminn öðruvísi ef maður er laus úr viðjum sjónvarps og búinn að skipta glápinu út fyrir bókalestur. Ég er alveg gjörsamlega á kafi í Murakami, var að klára Kafka on the shore, og hvílík snilld. Er búin að sjá nýju Harry Potter, geðveik. Mættum í búningum á frumsýningardaginn, ég, Óliver og Elvar. Hlakka til þegar síðasta bókin kemur í Menn og Málningu í lok mánaðarins, ætla að mæta á miðnæturopnun!!! Svo er ég búin að fara tvisvar út að ganga að nóttu til, það er alveg stórkostlegt að gera það á sumrin í góðu veðri. Uppgötva alltaf eitthvað nýtt í hvert sinn sem ég geng einhvers staðar um að nóttu til. Stundum uppgötva ég eitthvað um umhverfið og stundum um sjálfa mig. Að ganga um og hlusta á tónlist er líklega eitt það skemmtilegasta sem ég geri. Og að lesa bækur. Og að knúsa Óliver og Elvar. Og að spila á gítar og syngja. Og að liggja í hengirúminu okkar. Bæ.

Engin ummæli: