Leita í þessu bloggi

sunnudagur, júlí 15, 2007

Þriðju næturvaktinni lokið. Vei. Vakandi á sunnudagsmorgni klukkan hálf-átta og líður eins og ég hafi svindlað mér inn í heim A-manneskjunnar bakdyramegin. Man ekki til þess að ég hafi nokkurn tíman vaknað af sjálfdáðum klukkan hálf-átta á sunnudagsmorgni. Er að hlusta á rauðu safnplötuna með Bítlunum. Allir í Leifsstöð á leið til útlanda fara frá Íslandi með Bítlalög á heilanum, þökk sé mér!
Það er góðverk dagsins, því Bítlarnir eru svo mannbætandi. Eleanor Rigby að spilast núna. Ahhhh, rúmið mitt með mjúkum kodda og himneskri sæng bíður mín. Tralala.

Engin ummæli: