Leita í þessu bloggi

sunnudagur, ágúst 19, 2007

allt á fullu: Síminn minn að verða batteríislaus og ég nenni ekki að finna hleðslutæki, Óliver og Helgi að smíða úti í garði, Elvari langar að gera pizzu, mig langar í Bláa Lónið með Beggu Mella og Teo, á eftir að búa til Hellvar-bio til að senda með loftbrúumsókn, veit ekki hvaða föt mig langar að klæða mig í, bíllinn þarf nú smá bensín fljótlega, ég þarf líka bensín/kaffi, svaf samt mjög vel og er úthvíld, þoli ekki moggabloggara sem blogga bara um fréttir. Sjá herferð gegn þeim hér. Klippti á mig topp í fyrradag, er sæt. For a minor reflection voru góðir á menningarnótt, sá líka Motion boys, Megasukk, Megas og Mannakorn. Ef For a minor reflection væru kallaðir Minor reflection hefði ég bara séð hljómsveitir sem byrja á M spila, en þetta er náttúrulega Menningarnótt og því á maður bara að horfa á bönd sem byrja á M, annað er ekkert Menningarlegt. Mælist til þess að For a minor reflection breyti nafninu sínu í Minor reflection, enda er það meira grípandi, hitt er of langt! Ha, er það ekki Guffi? Kannski bara geri ég ekkert í allan dag, en kannski klára ég loftbrú-umsókn, fer í Bláa lónið, fer á róló og fæ fólk í mat. Annað hvort geri ég sko.

Engin ummæli: