Leita í þessu bloggi
föstudagur, ágúst 17, 2007
Jæja, þá á litli prinsinn hjól. Það er hermannagrænt og hann hjólaði í skrúðgarðinum með pabba sínum í gær. Pabbinn sleppti stundum án þess að prinsinn sæi, og það gekk alveg bærilega. Það er þrautinni þyngri að læra að hjóla og háfleygar yfirlýsingar um að hann myndi ALDREI ná þessu fengu víst að fljóta með í lok dags. Mig rámar í að hafa farið í gegn um eitthvað svipað á túninu og álfahólnum hjá ömmu minni á Álftanesi. Ég datt og grét og hélt ég myndi aldrei læra að hjóla. Þar til maður kann eitthvað virðist það stundum ómögulegt. Svo kann maður það bara allt í einu og þá er ekki aftur snúið. Það er ekki hægt að gleyma því hvernig á að hjóla. Merkilegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli