Leita í þessu bloggi

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Góð helgi að baki. Sandgerðisdagar sem ég náði í skottið á í gærkvöldi. Mættum á ball með Swiss á Mamma Mía í Sandgerði. Þar sá ég slagsmál fyrir utan og allt, algerlega alvöru sveitaball. Svo kíktum við upp á vallarsvæðið og skoðuðum blokkina sem Gugga býr í. Ótrúlega skrýtið að vera þarna uppfrá, og mér finnst alltaf eins og ég sé að brjóta einhver lög, og það komi bráðum amerískir hermenn að láta henda mér út af vellinum. Já, það lifir lengi í gömlum glæðum, og þessi hugsunarháttur, að það sé bannað að vera upp á velli er eflaust mjög rótgróinn allavega hjá Keflvíkingum sem hafa haft þessar gaddavírsgirðingar fyrir augunum alla tíð. Já, en leikvellirnir eru flottir og ég hlakka til að fara með Óliver í rólóleiðangur. Nýr bassaleikari Hellvar, Sverrir, stendur sig með stakri prýði. Næsta skref að ná einni æfingu með honum og Alexöndru, nýjum gítar/orgelleikara Hellvar. Eigiði nú góða sunnudagsleti.

Engin ummæli: