Leita í þessu bloggi
fimmtudagur, ágúst 30, 2007
Það er engan vegin réttlætanlegt að hafa gaman að því að lesa blögg vina minna en hafa vart tíma í mans eigin. Svo hér er blogg. Ég hef verið svo upptekin að vinna alls kyns að ég sofna örþreytt snemmkvölds. Náði til dæmis að sofna klukkan hálf-ellefu um daginn og vaknaði úthvíld eftir 9 tíma svefn klukkan hálf-átta. ,,Þetta getur bara ekki verið trikkið til að vakna svona snemma", sagði ég við Elvar og hann sagðist einmitt halda að fólk um allan heim færi snemma að sofa til að vakna snemma úthvíldur, það væri bara lógískt. En þetta meikar engan sens fyrir mér. Hvað er málið með að verða að fara að sofa klukkan hálf-ellefu á kvöldin til að sofa nóg? Svo gat ég þetta náttúrulega ekkert aftur, þetta var bara svona one-off....Í fyrsta sinn sem ég gat þetta. Nú er klukkan tíu um kvöld og ég þarf að vakna í vinnu klukkan hálf-fimm á eftir. Það er eftir sex og hálfan tíma. Ojjjj. Ég er ekki góð nema ég nái níu tímum. Hvílíkur hönnunargalli á einni stúlku. Að vera kvöldhress næturhrafn sem þarf samt átta til níu tíma svefn....Ég er fædd til að sofa til hádegis. Jahérna. Farin að klára Dance, dance, dance eftir Murakami. Sef bara seinna. Verð mygluð í fyrramál. Þetta verður 5 kaffibolla vakn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli