Leita í þessu bloggi

laugardagur, september 01, 2007

Jesús, hvað það var erfitt að komast í gegn um gærdaginn. En loks fékk ég smá orku, og fór með Óliver kl. átta í gærkvöldi að sjá Dýrin í Hálsaskógi og Grísina þrjá, og að lokum skelltum við okkkur á ljósmyndasýningu. Virkilega vel heppnuð byrjun á Ljósanæturgleði, en ég missti náttúrulega af alveg helling bara af því ég tók þessa vakt á ókristilega tímanum 5-11 um morguninn og varð soldið að sofa eftir það. Ég endaði kvöldið á því að hlusta á sjóinn og engisprettur hér og steinsofnaði loks djúpum og værum svefni sem hélst nær óslitinn til morguns. Nú er næsta barnvæna skemmtun Abbababb! sem byrjar klukkan 14.00 á sviðinu hjá Duus-húsi. Mæli ég með því fyrir alla, smáa sem stóra. Svo skilst mér að eitthvað sé um að vera í skrúðgarðinum, leiktæki og svona. Vona að ég nái svo að skrifa nokkra plötudóma á einhverjum tímapunkti í dag...Það væri sko gaman. Annars er núið líka bara fínt. Ljóni liggur við hlið mér í stofusófanum, Óliver og Helgi leika sér inni í herbergi og Elvar skrapp að kaupa gestabjór til að hafa á boðstólum fyrir gesti og gangandi. Hey, þarna kom hann til baka. En hvaða vindur er þetta eiginlega sem skekur hengirúmið okkar svo gluggarnir eru í hættu? Kannski er bara að koma haust eftir allt, og þá er tími hengirúmanna liðinn í bili.

Engin ummæli: