Leita í þessu bloggi
sunnudagur, september 16, 2007
Jæja, þá er sunnudagskvöld. Ný vika að hefjast. Ekki beint verið aðgerðarlaus síðustu daga. Það hefur verið voða gaman að spila. Er þreytt, á eftir margt á einni viku þar til við förum út. M.a. gera tvo plötudóma, faxa út tech-sheet, rukka inn pening frá þeim sem skulda mér, fara með gítarinn minn í tónabúðina og láta stilla hálsinn svo hann skrolli ekki, syngja inná eitt lag, hringja í LÍN og semja um að greiða aukarukkun í áföngum, finna og kaupa einhverja afmælisgjöf handa Óliver, gera afmælisboðskort með Óliver og/eða hringja og bjóða einhverjum, fara í klippingu með mig og Óliver, stunda fullt af líkamsrækt til að vera í sem bestu formi, halda upp á afmæli Óliver á föstudaginn 21.sept, pakka niður, senda lokaímeil út, mixa rest af plötu og koma í hendur á mastergúrúinu mikla, brenna nokkur demó til að hafa með út til sýnis, hringja í Trevor, hringja í Tom, hringja í Rob, hringja í Cloé sem við gistum hjá úti fyrstu nottina. Jábbs, þetta ætti að hafast á viku.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli