Leita í þessu bloggi

mánudagur, september 17, 2007

Búin með svona einn þriðja. Óliver hannaði stórkostleg kort eftir kvöldmat í kvöld. Teiknaði mynd á öll kortin, mismunandi eftir því hver átti að fá það. Hann bauð tveimur stelpum í bekknum sínum og öllum strákunum. Held að önnur stelpan sé kannski skotin í honum. Stelpurnar fengu rauð kort og strákarnir græn. Hann er snillingur. Svo keypti ég ólívulauf og því fæ ég engar pestir sem eru samt að ganga um allt. Massaði tvö viðtöl, fór í spinning-tíma, samdi við LÍN...eitthvað fleirra líka. Nóg eftir fyrir morgundaginn samt af listanum mínum. Nú: Horfa á Raines. Á tvo þætti eftir af þeim sem eru á hinni stórkostlegu síðu http://www.tv-links.co.uk Elska þessa síðu.

Engin ummæli: