Leita í þessu bloggi
föstudagur, september 21, 2007
Jæja, ég er ekkert að skrifa blogg á hverjum degi eins og sumir metnaðarfullir bloggarar sem virðast alltaf finna tíma. Síðustu dagar hafa verið á hlaupum og það harða-. Ég er annars nokkuð sátt við hve miklu ég hef afkastað af listanum og nú eru það einungis smá lokaverkefni eins og að skrifa tvo geisladiskadóma (fyrirhádegi morgun og laugardag), að fara í klippingu (morgun klukkan 13.00, Gel) kaupa afmælisgjöf fyrir Óliver (morgun) halda veislu (morgun, 18.15) og pakka niður (laugardag). Sunnudag: Fljúga til N.Y.C. sem ég skildi ekkert hvað var þegar ég var lítil og sá þessa skammstöfun á t-bol. Bar þetta fram ,,Nikk". Sá líka U.C.L.A. og bar fram ,,Ukla". Langaði soldið í Ukla-bol einu sinni, man það. Þetta var early-eighties þegar það var kúl að vera í gráum jogging-göllum með prenti framan á peysunni. Skömmu síðar kom pönkið og frelsaði mig og þá langaði mig ekkert í Ukla lengur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli