Leita í þessu bloggi

sunnudagur, september 09, 2007

Vissuði að ef maður leitar í google frænda að síðum sem fyrir kemur orðið "verstasta" þá koma upp 10 síður á islensku, en ef leitað er að síðum á vefnum án þess að tiltaka tungumál koma upp 1180 möguleikar. Flestir þeirra eru á finnsku, og því hlýtur "verstasta" að þýða eitthvað voða skemmtilegt á finnsku. Við nánari eftirgrennslan rakst ég á þýðingarforrit sem þýðir úr finnsku í ensku og hugsanlega þýðir orðið eitthvað sem tengist vinnustofu, eða þ.e.a.s. Workshop

Þetta er verstasta vinnustofa í heimi....

Ef hins vegar slegið er inn "vondasta" eru 73 síður í allt, og þar af 65 á íslensku. Þar er m.a. talað um vondustu lykt, vondustu lög, vondustu mynd, vondasta bandið, vondasta persónuleikaprófið, vondustu þjónustuna, vondasta brauðið og vondustu fiskamömmuna!?! Ekki minnst einu orði á vondustu tungu í heimi. æ og þegar ég reyni að slá inn "vondasta tunga í heimi" er ekkert til um það. Ef ég slæ inn HAM fæ ég endalausar síður um fokking West-Ham. Ef ég slæ inn trúboðasleikjarinn hvort heldur sem er á google frænda eða frænku hans you-tube er bara hlegið að mér. Textasíða Ham liggur niðri og það er hreinlega ekkert til á alheimsvefnum þar sem allt er til um Trúboðasleikjarann. Smá ögn bara um Ham á Wikipidiu langömmusystur. Hvað er að gerast? Hefur enginn áhuga á að halda úti aðdáendasíðu HAM eða hvað? Verð ég bara kannski að gera það sjálf?

Jæja, ef einhver skyldi leita að vondustu tungu í heimi á netinu þá sjá þeir allavega þessa síðu núna:

Þetta er vondasta tunga í heimi!

Og hér er komin aðdáendasíða:
http://thefansofham.blogspot.com/
Allir Ham-aðdáendur velkomnir og óskir um eitthvað sem þarf að hafa á HAM-síðu vel þegnar í kommenta kerfið.
Já.

Engin ummæli: