Leita í þessu bloggi
föstudagur, september 07, 2007
Sit ég ekki bara hér, glaðvakandi klukkan tæplega þrjú að nóttu. Ætlaði bara aðeins að hlusta á Chris Cornell og kynna mér nýtt efni hans fyrir tónleikana á laugardaginn en nei....nú er ég í flashbakki að hlusta á Soundgarden-lög sem ég var búin að steingleyma að ég þekkti og er gjörsamlega að upplifa mig sem unglinginn sem ég var þegar þetta var spilað í útvarpinu. Shitt hvað herra Cornell syngur vel. Þegar ég var vakandi á nóttunni að hlusta á Soundgarden síðast munaði mig ekkert um að fara að sofa klukkan þrjú og vakna hálf-átta. Blés ekki úr nös við það. Nú er ég glaðvakandi í hausnum en kominn með bakverk af þreytu og vaki. 36 ára ung inní mér en 36 ára gömul í bakinu. Jömm og jæju (jamm og jæja í fleirtölu). Bakverkur er bara fyrir lúsera. Ég labba þá bara í vinnuna á morgun og verð hressi gaurinn. Þá gleymir bakið öllu af gleði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli