Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, október 25, 2007

Æ, ég meika ekki skítaveður, skítakulda, grátt og súld dag eftir dag. Elska sængina mína alveg svakalega mikið þessa dagana. Því til sönnunar dreymdi mig paranojudraum um sængurmissi í nótt. Og taktu nú vel eftir, mamma: Mig dreymdi nefnilega að ég væri með ma&pa, Elvari, Óliver og fleirrum á einhverri fjölskylduhátíð og það væri svona "sleepover". Þannig að ég hafði tekið sængina mína með. Svo þegar ég er að fara að sofa finn ég hvergi sængina, og leita um allt og enda á því að spyrja pabba. Þá verður hann frekar vandræðalegur og viðurkennir svo loks að mamma hafi gefið sængina mína. Hún hafði tekið sængina og sent einhverjum gömlum manni sem hún þekkti sængina mína, og réttlætti það þannig að hann væri svo gamall og lasinn, og mamma og pabbi höfðu sko keypt handa mér þessa sæng þannig að hún mátti alveg ráðstafa henni eins og hún vildi. Ég gjörsamlega BROTNAÐI NIÐUR í draumnum og bara grét og grét og spurði hana með ekka: Vissirðu ekki hvað mér þótti sængin mín góð? Þetta er besta sæng í heimi og ég verð bara að fá hana aftur. Svo tók við einhver steypa þar sem ég var að reyna að fá út úr mömmu hvað maðurinn hét sem fékk sængina svo ég gæti KEYPT hana af honum aftur....og blablabla.
Hahahahhaaa, hvílík endemis vitleysa. En það er á tæru, að þetta ER besta sæng í heimi og hún er EKKI til sölu!
Love you mamma og pabbi að hafa gefið mér svona góða sæng.

Engin ummæli: