Leita í þessu bloggi

laugardagur, október 27, 2007

Á Laugarvatni er hægt að:
-fara í sund, gerðum það í gær
-labba upp að Jónasi og efri leiðina og niður hjá Tjaldó, gerði það í gær
-ganga meðfram vatninu, gerðum það í gær
-borða góðan mat hjá tengdó, gerðum það í gær
-horfa á sjónvarpið, gerðum það í gær
-lesa, gerði það í fyrradag
-ráða krossgátu og sudoku, gerði það í gær
-fara í gufuna góðu.....NEI! Það er ekki hægt að gera það lengur! Nú er bara búið að rífa allt nema gufuklefana, en þeir standa afgirtir og rammgirtir svo eina leiðin er að nálgast þá frá vatninu. Það var drifið í því að rífa allt, en svona hefur þetta nú staðið í mánuð...Gamla gufan er okkur glötuð að eilífu, og næst þegar gufubaðið opnar á Laugarvatni (hvenær sem það nú verður...2009 kannski) mun kosta jafnmikið ofaní og í Bláa lónið, eða 1700 kall á mann. Uppreiknað með verðbólgu og vel smurt ofaná vegna "kostnaðar" mun líklega verða rukkað ofani 2200 á mann. Innifalið í því er gufa, heitur pottur og sturta, nákvæmlega eins og var í gamla gufubaðinu. Þar kostaði 350 krónur inn.

Engin ummæli: