Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, október 31, 2007

Jæja, komið að nýrri tilraun: Blogga til að reyna að vakna og fara að gera eitthvað. Það er ekki eðlilegt hvað ég er löt og orkulítil og þreytt og kalt þessa dagana. Hefur líklega eitthvað með það að gera hvað það er kalt úti, og þá er líka kalt í húsinu nema ef maður liggur undir sæng. Nú er ég þar fyrir utan alveg einstaklega mikil kuldaskræfa og það þarf bara átak til að koma sér undan sænginni úr hita í kulda semsagt. Nema ef ég bý í landi sem er með hita, þá er ég alltaf rokin á fætur...eða já semsagt fer hraðar á fætur en í kulda, kannski ekki alveg rooooookin samt...ha. Nú, ég er búin að hanga uppi í rúmi undir sæng með tölvuna í nokkra klukkutíma og nenni ekki neinu. Nenni ekki að borða, nenni ekki að fara að pissa og nenni alls ekki að fara undan sænginni. Verð samt að gera eitthvað af þessu, ja eiginlega allt, borða til að lifa, pissa til að tæma þvaðblöðru, fara undan sænginni til að....hm verða kalt? Eða ég hleyp hratt og næ í fötin og fer með þau undir sængina og klæði mig þar í. Já, ég hef nú svo sem gert þetta áður. Þessi aðferð er klassísk. Það er líklega ekki mikið víkingablóð í mínum æðum, en víkingarnir létu sig líklega engu varða hvernig veður var heldur gengu hratt um með sín alvæpni og í lélegu skótaui og hlógu hátt og stórkarlalega, líka í kulda. Ég er komin af þrælunum sem þeir tóku sér á Írlandi, þar er fólk bara að tjilla og allir spila á hljóðfæri. Oppereisjön ná í fötin undir sæng hefst....núna!

Engin ummæli: