Var að finna þetta á netinu, á heimasíðu Félags Íslendinga í Berlín, og er þar með komin staðfesting á fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar Hellvar. Það var sumsé þann 13.04 2005. Magnað. Og þar hittum við Tom Wilk sem hefur heimsótt okkur og við hann í Albany. Það gerðist á fyrstu tónleikum Hellvar. Vei!
Hljómsveitin Hellvar með tónleika
Nýstofnuð hljómsveit Heiðar og Elvars, HELLVAR, er að spila næsta miðvikudag, 13. Apríl, á Schliemannstr. 37. Barinn heitir Grandhotel, og mæting í síðasta lagi klukkan 22:00. (Borgar sig að mæta snemma, frekar lítill staður, og vanalega margir sem koma.) Tónleikar hefjast stundvíslega klukkan 22:39. Ókeypis inn, Spilað verður í ca. 40 mínútur, og svo er diskó fram eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli