Stutt úttekt á fyrsta í Airwaves:
Mætti á Gaukinn til að sjá (því miður) einungis síðasta lag með rappsveitinni O.N.E. Ótrúlega flott lag og mikið öryggi og stuð í bandinu. Fór þaðan á Organ, og þar sá ég 3 lög með Klassart. Góð spilamennska en sándið hræðilegt þar, og sérstaklega bassatrommusánd sem var með versta móti. Afskaplega leitt. Elíza hóf leik klukkan 21.00 á Nasa og sá ég sirka helminginn af hennar setti. Bandið flott, þótt fyrsta lagið hefði farið forgörðum sökum fídbakks. Reynsluboltarnir Biggi Baldurs/trommur, Jakob Magnússon/bassa og Gummi P./gítar láta ekki smá sándklikk slá sig út af laginu og voru strax komnir í fílíng. Skemmtilegt að sjá Elízu beita fiðlunni fyrir sig aftur, nett Kolrössu-nostalgía í mér. Nú var ferðinni heitið upp á Barinn þar sem teknókvöldið var varla hafið. Einhverjir DJ-ar héldu ekki uppi stuðinu enn og nær enginn mættur. Fór því á Grand Rokk og þar var komin röð þótt klukkan væri bara rúmlega hálf-tíu. Stappað er inn var komið og stuðið eftir því. Minn'enn þrír Svanhvít hófu leik klukkan korter í 10 og það var klikkað stuð. Tvímælalaust hápunktur kvöldsins að sjá saxófónleikarann. Ótrúlega gaman og hefði átt að vera út tónleikana. Ég vildi hins vegar sjá sem mest og dreif mig því að sjá síðari hluta Smoosh sem eru 3 systur frá Bandaríkjunum sem eru 11, 13, og 15 ára. Spiluðu á Nasa. Heyrði í þeim en sá ekkert sökum mannfjölda. Þær spiluðu sko í Kastljósi kvöldið áður og það hefur dugað til að allir vissu um þetta gigg. Stemmningin komst ekki til skila til mín svona aftast í stöppunni að sjá ekkert, en hefði ég verið framar og séð líka og verið allt giggið hefði ég eflaust fílað mig betur. Klukkan að verða hálf-ellefu og ég og Tjöddi vorum samferða út, ætluðum að kíkja á Solid Gold á Organ en röðin orðin ógnvænleg og það er greinilega ekkert grín að hafa ekki blaðamannapassa. Verð því að hugsa vandlega hvað ég ætla að sjá og hvað ekki á komandi dögum. Annar í Airwaves í dag....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli