Leita í þessu bloggi

föstudagur, nóvember 23, 2007

Þetta er gelgjuspurningalisti sem ég sá einhvers staðar. Kominn tími á einn svoleiðis:

1. Áttu einhver gæludýr?
Já, Barða Ljón, sem er köttur og er kallaður Ljóni.

2. Hvernig er peysan þín á litinn?
Bolurinn sem ég er í er hvítur með teiknimynd af Súmóglímukörlum.

3. Nefndu þrjá hluti sem að þú finnur nálægt þér:
Blátt ullarteppi, gsm-síminn og standlampi

4. Hvað heitir síðasta bókin sem þú last?
Leyndarmál Heimsins eftir Steinar Braga

5. Ertu/Varstu góður nemandi ?
ég er fyrirmyndarnemandi

6. Hvað er uppáhaldsíþróttin þín?
Að horfa á: Formúla1 og Súmó, að framkvæma: Sund og Billiard

7. Finnst þér gott að sofa út ?
Mjög mjög gott

8. Hvernig er veðrið úti?
Ískalt og vel til þess fallið að svara svona spurningum undir teppi.

9. Hver segir bestu brandarana?
Elvar og Óliver

10. Hvað var það síðasta sem þig dreymdi?
Man eitthvað um mat í nótt, hef líklega verið svöng.

11. Kanntu að keyra? Ef svo er, hefurðu einhvern tímann klesst á?
Kann að keyra og sem betur fer langt síðan ég klessti á e-ð, en það hefur gerst.

12. Ertu stolt af sjálfum/sjálfri þér?
Já, ég held það bara.

13. Er þér treystandi?
Hundrað prósent.

14. Hvað er uppáhalds maturinn þinn?
Sushi, tailenskur, indverskur, allur framandi matur

15. Hefur þú einhvern tímann átt leyndan aðdáenda?
Já, það hlýtur að vera.

16. Finnst þér góð lyktin af bensíni?
Mér finnst hún geðveik! MMmmm og líka rúðupisslykt.

17. Er drasl í herberginu þínu?
Soldið á skrifborðinu og bókastafli á náttborði, annars er þetta ok.

18. Gefstu upp auðveldlega?
Nei, eiginlega oft of seint.

19. Ertu í vinnu?
Blaðamaður 100%, tónlistarmaður 100%. Það er soldið mikið...

20. Klukkan hvað vaknaðir þú í morgun?
9 með Óliver og fengum okkur morgunmat.

21. Hvað fékkstu þér í morgunmat?
Sirjós með ab-mjólk og púðursykri

22. Hvenær fórstu síðast í sturtu?
úff það er of langt síðan, 3 dagar. Er búin að vera veik en er einmitt á leið í bað.

23. Hvað hafðirðu hugsað þér að gera á morgun?
Eitthvað af eftirtöldu: Út að ganga á Garðskagavita, í sund og gufu, eða í bíó með Óliver. Fer eftir veðri og stemmningu. Langar mest í sund og gufu, passa að verða ekki kalt samt.

24. Hvaða vikudagur er uppáhaldsdagurinn þinn, og af hverju?
Laugardagar eru oft ýkt fínir. Líka svona óvænt gleði á þriðjudögum eða fimmtudögum.

25. Hvað er minnst uppáhalds liturinn þinn?
Gæti verið hvítur og grár, en samt passa þeir alveg stundum.


26. Er einhver sem að þú getur ekki hætt að hugsa um?
Óliver og Elvar

27. Hvernig tannkrem notar þú?
Kaupi alltaf tannkrem í útlöndum, á núna eitt frá spáni og eitt frá usa. Usa-tannkremið er með Carribian mintu-bragði, sem er fríkí.

28. Finnst þér gaman af áskorunum?
Stundum

29. Hvað eru verstu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir?
Brenndist á fæti, það var sárt. Man ekki eftir neinu "heavy", hef bara verið heppin.

30. Hvaða bíómynd sástu síðast?
Madagaskar með Óliver í morgun.

31. Ef þú gætir vitað einhvern einn hlut um framtíðina, hvað yrði það?
Ég myndi vilja vita víkingalottótölur næstu viku og svo vinna, og leggja peninginn inn á bók og lifa af vöxtunum. Þá gæti ég bara einbeitt mér að tónlist.

32. Hvað stóð í síðasta sms-inu sem þú fékkst?
Ég eyði út sms-um jafnóðum nema einhverjum sem eru fyndin. Þyrfti að fá fleirri svoleiðis, fann ekkert til að deila með ykkur.

33. Hver var síðasta manneskja sem þú talaðir við í símann?
Elvar

34. Hvað er uppáhalds námsgreinin þín í skóla?
Listgreinar og tungumál.

35. Hvað er síst uppáhalds námsgreinin þín í skóla?
Stærðfræði og raungreinar voru frekar leiðinlegar alltaf.

36. Hvort myndir þú frekar velja: peninga eða ást ?
Auðvitað ást, hún kemur alltaf fyrst.

37. Hvernig yrði draumafríið þitt?
Japan er soldið hott fyrir mér, og svo er ég nýbúin að uppgötva New York og langar þangað að tjilla með Elvari. Svo langar mig með fjölskylduna til Berlínar og svo langar mig líka að kynna Elvar fyrir París, en þangað hef ég nú ekki komið síðan 1998 um páskana.

38. Hver var síðasti íþróttaviðburður sem þú horfðir á?
Hef enga minningu um að hafa horft á íþróttaviðburð.

39. Þværð þú þvottinn þinn sjálfur/sjálf?
Já auðvitað, ég skít hann líka sjálf út.

40. Hvar varstu þegar 9/11 átti sér stað?
Sá þetta í sjónvarpinu á bensínstöð fyrst. Vorum á leið til Vigga í kaffi.

41. Hvað gerirru þegar sjálfssalar stela peningnum þínum?
Lem þá.

42. Hvernig eru rúmfötin þín á litinn?
Alls konar, á mörg sko. Núna eru röndótt á.

43. Hvaða hringitón ertu með í símanum þínum?
Heimagerða Speedmental með hljómsveitinni Hellvar

44. Hver var síðasta manneskja sem lét þig hlæja?
Elvar

45. Horfir þú á teiknimyndir?
Kemur fyrir ;-)

46. Hefur einhver einhvern tímann búið til kjaftasögu um þig og látið hana ganga?
Jájá, það er stuð!

47. Borðaru Sushi?
Vá, já.

48. Hvernig shampoo notarru?
Allskonar. Er núna með jarðarberja frá USA

49. Hvað ætlarðu að gera þegar þú ert búinn/n að klára þennan spurningarlista?
Fara heim til pabba og mömmu og athuga hvort þau eigi kvöldmat.

50. Hvaða lag geturðu hlustað á aftur og aftur og ekki fengið leið á því?
Look back in Anger með David Bowie.

Engin ummæli: