Leita í þessu bloggi
föstudagur, nóvember 23, 2007
Það byrjaði á því að vera mikið að gera. Svo varð ógeðslega mikið að gera. Svo varð viðbjóðslega, viðurstyggilega ógeðslega rosalega mikið að gera. Svo varð ég veik...Enn með hita í 3ja í veikindum. Samt er þetta að fara held ég. Hálsbólgan á undanhaldi, einungis léttur glersalli sem ég kyngi núna á móti glerbrotunum sem ég var að kyngja fyrst. Nýjasta einkenni veiki þessarar er svo hlustarverkur og hella, sem ég tók lyf við til að geta sofnað í gærnótt. Skömmu eftir að ég sofnaði vaknaði sætakrútt Elvarsson allur útgubbaður. Daginn áður var dregin úr honum tönn. Daginn þar áður fékk hann batmanhjól í hausinn á frístund. Já heilsutengdir viðburðir vikunnar eru með ólíkindum spennó. Heilsufarsblogg, eru þau ekki alveg dásamleg? Það er bara ekkert annað að frétta, afsakið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli