Leita í þessu bloggi

mánudagur, nóvember 12, 2007

Já, ég held að það sé ekkert meira vekjandi en að dansa að morgni til og í fyrsta sinn í langan langan, tíma kemur út plata á Íslandi sem framkallar þennan effekt hjá mér. Ég dansa þessa morgna við nýútkomna plötu Páls Óskars sem heitir Allt fyrir ástina og er solid diskóplata. Kannski bara besta diskóplata sem komið hefur út á Íslandi síðan Ljúfa líf með Þú og Ég? Þá var ég 7 ára og dansaði einmitt mikið við þá plötu sem ég átti tekna upp á kasettu. Fór með pabba og mömmu í ferðalag til Akureyrar og ég átti kasettu með Glass House með Billy Joel öðru megin og Ljúfa líf með Þú og Ég hinu megin. Svo átti ég líka bleikan jogginggalla með hjólaskautum framaná. Good times...

Engin ummæli: