Jæja, það er nóg að gera og svona. Er að spá í að reyna að gera ekki of mikið og borða reglulega og svona, því ég fékk alveg herfilega í magann, ef til vill blanda af stressi og að borða á hlaupum. Þyrfti að byrja í jóga einhvers staðar. Er einhver sem les þetta með upplýsingar um jóga sem kennt er á Suðurnesjum á kvöldin? Það myndi alveg gera mér gott. Detour frá stressi í hvaða formi sem er er sjúklegt. Fór í pottinn hjá pabba áðan. Guðdómlegt! Er að fara að fá mér Organic Ayurveda Yogi Te, Bright mood, sem pabbi gaf mér líka. Ótrúlega bragðgott, svona lakkrískeimur, og slakandi og róar magann og allt. MMmmmmm. Morguninn kemur samt von bráðar og þá er það vinnuvinnvinn, frí um kvöld. Föstudag:vivvivvinnivinn OG Útsvar í beinni um kvöldið. Laugardagur: Spil og upplestur í Hafnarfjarðarbókasafni með Gunna. Sunnudagur: Síðustu ABBABABB!-sýningarnar. Kl. 14.00 og 17.00. Uppselt á fyrri sýningu, en miðar eftir á þá síðari. Kaupiði þá hér
Og ég mun mæta á þær báðar, og það verða sýningar númer 20 og 21 sem ég fer á. Svo mun ég grenja á sunnudagskvöldið því ég kemst aldrei aftur á besta leikrit í heimi. Mér líður eins og tímabili í lífi mínu sé að ljúka. Og síðustu helgi fékk ég svona rosalegt nostalgíukast þegar ég horfði á Abbababb, og leið eins og ég væri að horfa á Rocky Horror Picture Show. Sá sko myndina oftar en tuttugu sinnum. Horfi á hana hverja helgi eitt sumar heima hjá Sverri á Túngötunni í Keflavík. Stunum horfði ég oftar en einu sinni í röð, stundum nennti enginn að horfa með mér og ég horfði ein, stundum var stór hópur að horfa saman. Ógeðslega gaman að sjá eitthvað það oft að það verði eins og hluti af manni sjálfum. Maður getur farið með línurnar og ER bara orðin sem sögð eru. Þannig er Abbababb! fyrir mér. Og ekkert kemur í staðin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli