Ég verð að segja að bloggarinn, vinur okkar og Hellvar-aðdáandinn
Wim Van Hooste er alveg ótrúlega sniðugur að finna hluti á netinu. Hann verður að teljast með fróðari mönnum um íslenska tónlist, og oft mjög gaman að lesa og skoða síðuna hans. ,,Hvað gerir hann næst?" er sú tilfinning sem ég fæ stundum. Mjög gaman að sjá eiginhandaáritaðan Bat out of Hellvar á síðunni í dag, og svo mundi hann eftir afmælisdeginum mínum! Takk Wim!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli