Leita í þessu bloggi

miðvikudagur, janúar 23, 2008

Vampírupartý hjá mér næsta föstudag. Ef þú lest þetta og hefur ekki fengið boð frá mér en langar í vampírupartý skaltu bara koma. Leggðu inn ímeil í komment og ég mun senda þér addressu um hæl. Ég þarf að komast í þúsund og eina nótt á eftir og kaupa mér vampírutennur, og svo verð ég að fjárfesta í nokkrum beljum af rauðvíni, því það lítur út eins og blóð án þess að vera blóð. Verst ég á bara 2 rauðvínsglös. Hér með óska ég eftir að fá lánuð rauðvínsglös, nú eða bara að fólk taki með sér glös í partýið og fari svo með þau heim að notkun lokinni. Annars er lífið gott. Er að verða 37 ára og finnst ég fáránlega ung. Tilfinningin mín er að ég sé mun yngri en þegar ég varð 27, spáið í því. Það er nefnilega svo gaman að vera búin að læra að maður er eins ungur og maður hegðar sér. Það er ekki árafjöldi líkamans heldur hvað andinn er að framkvæma. Vúhú, í kvöld ætla ég að fara að búa til blanddiska með blóðugum lögum....vildi að Albert væri á landinu, og sendi honum hér með saknaðarkveðjur til Finnlands.

Engin ummæli: