Leita í þessu bloggi

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Öppdeit síðustu vikna er náttúrulega bara löngu orðið tímabært, en svo mikið hefur á daga mína drifið að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ok, erum að flytja á Skógarbraut 926, allir að drífa sig í kaffi. Líklega bara um 2 bílfarfar af dóti eftir, og svo að drífa sig að þrífa Suðurgötu og selja hana svo einn tveir og þrír. Hef ekkert við þessa íbúð að gera núna, ætla að búa á hinum staðnum næstu árin. Líður strax eins og heima hjá mér þarna. Vítt til veggja, nægt pláss til að hugsa, hægt að vera saman í kósí, og líka í sundur í prívati. TVÖ baðkör svo tveir geta fengið þá snilldar hugdettu á sama augnablikinu að fara í bað, og enginn þarf að bíða. Hefur náttúrulega ekki gerst enn, en hvað veit maður? Rúturnar í Rvík alveg að svínvirka. Ég prufaði í fyrsta sinn í gær, og ég var ekki nærri eins þreytt þegar ég kom til baka, og hafði orku í að gera helling heimavið.
Hápunktar síðasta ár fyrir mig: Sá New York í fyrsta sinn og kolféll. Keypti Lomo-myndavél og elska hana. Örugglega fullt af annari snilld, en þetta er svona ferskast. Já, náttúrulega að koma Bat out of Hellvar út, undir formerkjum ferskasta útgáfufyrirtæki landsins, Kimi Records. Það er ekki slæmt heldur. Berlínartúrinn með Óliver innanborðs slagaði nú hátt upp í mæli fullkomins ferðalags, og Gugga babysitter er hér með komin með æviráðningu, enda þau hvílíkt að ná saman, bæði börnin! Séykkur.

Engin ummæli: