Leita í þessu bloggi

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Er með flensu númer 59.834, nóg til að vera slöpp, ekki nóg til að sofa bara útí eitt með háan hita og sjá sýnir í móki, semsagt ekkert fútt. Hitalæðingur sem skilar sér í þreytu og slappleika. Kvef, hálsbólga, jafnvel smá svimi....og svitabað. Svimi svitabað er það ekki lag með Millunum? Er að reyna að lesa Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum! eftir Eirík Örn Norðdahl og hún er virkilega áhugaverð og skrýtin. Gott að missa þráðinn og dotta yfir þessari bók, og vakna svo og opna hana annars staðar og lesa eitthvað annað skrýtið og skemmtilegt. Ég er ekki að reyna að segja að hún sé bara góð til að sofna út frá!!! Bara á einhvern veginn vel við mig núna að sofna yfir bókum, eða dotta yfir þeim. Ég leiðist! Mér leiðist ég. Ég þarf að komast í gufu, þá fara bakteríurnar veg allrar veraldar. Kanagufa í íþróttahúsi í kvöld, eníboddí?

Engin ummæli: