Leita í þessu bloggi
mánudagur, mars 31, 2008
Skilaði mikilvægri möppu á föstudag, og er búin að liggja á hitapokum eða í baðkerum/heitum pottum síðan, alveg bókstaflega. Það er nokkuð fínt bara. Búin að horfa á fullt af myndum (t.d. Sin city sem ég hafði aldrei séð, frábær!), og lesa 2-3 bækur eða svo. Gera óteljandi sudoku-þrautir. Það er bara ekki hægt að liggja og gera ekki neitt. En ef ég geri eitthvað er mér illt svo.....Bara liggja, stay put, play dead, lie down, halda kyrru fyrir, vera ekki gera, hjammmmmm. Fór í einn göngutúr (stuttan) í dag. Búin á því eftir það, en samt gott að hreyfa sig aðeins. Verð að skoða líkamann í fyrramálið og kanna hvort ég eigi að mæta í vinnu. Hm. Hmmmmm. Hmmmmmmmm. Hugs.
þriðjudagur, mars 25, 2008
Uppfærsla frá síðustu viku eða svo:
Miðvikudagur 19.03: Var keyrt á mig, þegar ég beið á biðskyldu. Rotaðist í nokkrar sekúndur. Alveg ný lífsreynsla það. Abbababbæfing sama kvöld var helvíti hress.
Fimmtudagur 20.03: Náði að skila umsókn um Loftbrú fyrir alla sem eru að fara til Kína. Hellvar-æfing um kvöldið. Hressleikinn aðeins farinn að dvína, sökum bak og hálsverkja. Áfram verkjapillur!
Föstudagur 21.03: Flogið á Ísafjörð. Kragi milli þess sem spilað er. Svaf í 4 tíma, vaknaði til að borða á Langa Manga, svo bara aftur að sofa.
Laugardagur 22.03: Hámark hamingjunnar náð. Tvö gigg, Abbababb, hálftími í pásu, Hellvar. Hélt ég næði ekki að klára þetta, samt tókst það... Súpa hjá Höllu og Þresti gerði mér gott. Heim í langa sturtu var líka gott. Svo fór ég og sá nokkur bönd spila, svo bara aftur til baka á Flateyri.
Sunnudagur 23.03: Hress. Sund, heiti pottur og gufa í 2 tíma. Hélt þetta væri sko bara búið, og skellti mér því í popparapáskamat hjá Papa mugi. Maturinn og drykkirnir voru til fyrirmyndar, og ég hressust að stökkva upp á svið og syngja hitt og þetta. Vagninn á Flateyri var líka magnaður, og þegar ég fór að sofa uppúr 4 hélt ég að nú væri ég læknuð.
Mánudagur: 24.03: Ekki læknuð, þegar hausverkur sökum bjórdrykkju var farinn var því miður annar verkur eftir, bak og axlir ennþá ósátt við áreksturinn.
Þriðudagur: Reyndi að taka ekki verkjalyf, til að athuga hvort ég meikaði það. Gerði það alls ekki og tók parkódín hjá pabba klukkan hálf-fjögur. Nú þegar þetta er skrifaði finn ég eiginlega ekki að það sé neitt að virka. Ætla í jóga og skoða hvort það sé ekki málið. Bíllinn kemst á verkstæði eftir tvær vikur. Verð á rútu þangað til. Viðgerð metin á 261 þúsund. Eins gott ég var í 100% rétti. Verð að fá batn fljótlega, því ég þarf að gera svo margt. Möppu...og nokkur ný lög með Hellvar... og bara alls kyns.
Miðvikudagur 19.03: Var keyrt á mig, þegar ég beið á biðskyldu. Rotaðist í nokkrar sekúndur. Alveg ný lífsreynsla það. Abbababbæfing sama kvöld var helvíti hress.
Fimmtudagur 20.03: Náði að skila umsókn um Loftbrú fyrir alla sem eru að fara til Kína. Hellvar-æfing um kvöldið. Hressleikinn aðeins farinn að dvína, sökum bak og hálsverkja. Áfram verkjapillur!
Föstudagur 21.03: Flogið á Ísafjörð. Kragi milli þess sem spilað er. Svaf í 4 tíma, vaknaði til að borða á Langa Manga, svo bara aftur að sofa.
Laugardagur 22.03: Hámark hamingjunnar náð. Tvö gigg, Abbababb, hálftími í pásu, Hellvar. Hélt ég næði ekki að klára þetta, samt tókst það... Súpa hjá Höllu og Þresti gerði mér gott. Heim í langa sturtu var líka gott. Svo fór ég og sá nokkur bönd spila, svo bara aftur til baka á Flateyri.
Sunnudagur 23.03: Hress. Sund, heiti pottur og gufa í 2 tíma. Hélt þetta væri sko bara búið, og skellti mér því í popparapáskamat hjá Papa mugi. Maturinn og drykkirnir voru til fyrirmyndar, og ég hressust að stökkva upp á svið og syngja hitt og þetta. Vagninn á Flateyri var líka magnaður, og þegar ég fór að sofa uppúr 4 hélt ég að nú væri ég læknuð.
Mánudagur: 24.03: Ekki læknuð, þegar hausverkur sökum bjórdrykkju var farinn var því miður annar verkur eftir, bak og axlir ennþá ósátt við áreksturinn.
Þriðudagur: Reyndi að taka ekki verkjalyf, til að athuga hvort ég meikaði það. Gerði það alls ekki og tók parkódín hjá pabba klukkan hálf-fjögur. Nú þegar þetta er skrifaði finn ég eiginlega ekki að það sé neitt að virka. Ætla í jóga og skoða hvort það sé ekki málið. Bíllinn kemst á verkstæði eftir tvær vikur. Verð á rútu þangað til. Viðgerð metin á 261 þúsund. Eins gott ég var í 100% rétti. Verð að fá batn fljótlega, því ég þarf að gera svo margt. Möppu...og nokkur ný lög með Hellvar... og bara alls kyns.
þriðjudagur, mars 18, 2008
mánudagur, mars 17, 2008
miðvikudagur, mars 05, 2008
Það er ekki lengur mán
udagur í mér
ég hef verið mikið án
þess að sofa hér
á morgun verður kominn fim
tudagur á ný
gítar spilar dúr og dim
ég syng dirrindý
síðan er það aftur fös
tudagur sem birtist
hor mitt sýg ég upp í nös
við það enginn firtist
að lokum eru laugar- og sunnu-
dagarnir í frí
þá mun ég sofa (ekki hjá gunnu)
svo byrjar allt á ný
udagur í mér
ég hef verið mikið án
þess að sofa hér
á morgun verður kominn fim
tudagur á ný
gítar spilar dúr og dim
ég syng dirrindý
síðan er það aftur fös
tudagur sem birtist
hor mitt sýg ég upp í nös
við það enginn firtist
að lokum eru laugar- og sunnu-
dagarnir í frí
þá mun ég sofa (ekki hjá gunnu)
svo byrjar allt á ný
mánudagur, mars 03, 2008
Monday, Monday
Tell me why - I don't like Mondays
Fer ekki í vinnuna fyrr en á, fyrr en á, mánudaginn!
Mánudagur, þriðjudagur kerling sat og spann,
Monday morning feel so bad.
Já, þetta er víst júníversal fílíng.
Það ætti að gefa fólki frí fyrir hádegi á mánudögum, þá væri ekki eins kaldranalegt að fara af stað eftir ljúflingshelgi.
Draugasetur og álfa- og tröllasetur. Sund og hamborgari. Eitt Guggupartý. Góðir gestir. Smá æfing í rokksteiktu æfingarhúsnæði. Nú: Lífsins ólgusjór, sem er ansi úfinn.
Tell me why - I don't like Mondays
Fer ekki í vinnuna fyrr en á, fyrr en á, mánudaginn!
Mánudagur, þriðjudagur kerling sat og spann,
Monday morning feel so bad.
Já, þetta er víst júníversal fílíng.
Það ætti að gefa fólki frí fyrir hádegi á mánudögum, þá væri ekki eins kaldranalegt að fara af stað eftir ljúflingshelgi.
Draugasetur og álfa- og tröllasetur. Sund og hamborgari. Eitt Guggupartý. Góðir gestir. Smá æfing í rokksteiktu æfingarhúsnæði. Nú: Lífsins ólgusjór, sem er ansi úfinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)