Uppfærsla frá síðustu viku eða svo:
Miðvikudagur 19.03: Var keyrt á mig, þegar ég beið á biðskyldu. Rotaðist í nokkrar sekúndur. Alveg ný lífsreynsla það. Abbababbæfing sama kvöld var helvíti hress.
Fimmtudagur 20.03: Náði að skila umsókn um Loftbrú fyrir alla sem eru að fara til Kína. Hellvar-æfing um kvöldið. Hressleikinn aðeins farinn að dvína, sökum bak og hálsverkja. Áfram verkjapillur!
Föstudagur 21.03: Flogið á Ísafjörð. Kragi milli þess sem spilað er. Svaf í 4 tíma, vaknaði til að borða á Langa Manga, svo bara aftur að sofa.
Laugardagur 22.03: Hámark hamingjunnar náð. Tvö gigg, Abbababb, hálftími í pásu, Hellvar. Hélt ég næði ekki að klára þetta, samt tókst það... Súpa hjá Höllu og Þresti gerði mér gott. Heim í langa sturtu var líka gott. Svo fór ég og sá nokkur bönd spila, svo bara aftur til baka á Flateyri.
Sunnudagur 23.03: Hress. Sund, heiti pottur og gufa í 2 tíma. Hélt þetta væri sko bara búið, og skellti mér því í popparapáskamat hjá Papa mugi. Maturinn og drykkirnir voru til fyrirmyndar, og ég hressust að stökkva upp á svið og syngja hitt og þetta. Vagninn á Flateyri var líka magnaður, og þegar ég fór að sofa uppúr 4 hélt ég að nú væri ég læknuð.
Mánudagur: 24.03: Ekki læknuð, þegar hausverkur sökum bjórdrykkju var farinn var því miður annar verkur eftir, bak og axlir ennþá ósátt við áreksturinn.
Þriðudagur: Reyndi að taka ekki verkjalyf, til að athuga hvort ég meikaði það. Gerði það alls ekki og tók parkódín hjá pabba klukkan hálf-fjögur. Nú þegar þetta er skrifaði finn ég eiginlega ekki að það sé neitt að virka. Ætla í jóga og skoða hvort það sé ekki málið. Bíllinn kemst á verkstæði eftir tvær vikur. Verð á rútu þangað til. Viðgerð metin á 261 þúsund. Eins gott ég var í 100% rétti. Verð að fá batn fljótlega, því ég þarf að gera svo margt. Möppu...og nokkur ný lög með Hellvar... og bara alls kyns.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli